COD2 á Íslandi þessa dagana... Jæja nú ætla ég að brjóta ísinn og koma af stað einhverri umræðu og reyna peppa þetta upp, ég er ekki vanur að senda inn greinar hérna á huga en einhverntímann er eithvað fyrst. Nú hefur Call of duty 2 á Íslandi dottið ansi mikið niður þessa dagana en þessi leikur virðist ekki deyja sí svona, enda leikur sem hægt er að gera góða hluti úr, það sem mér finst vanta eru fleiri clön, nú t.d er pugað (safnað saman í 5 manna lið og spilað gegn öðrum liðum) af og til og eru þá nokkuð margir clanlausir sem hafa þá tækifæri á að scrima.
Nú þessi clanlausu sem þekkjast kanski gætu nú startað einhverju clani bara með því að byggja upp góðan móral og spila saman innlend og erlend scrim (btw ekki erfitt að redda erlendu scrimi sí svona kem að því síðar). Nú ef allt gengur vel og menn skemmta sér þá er hægt að halda þessu áfram.
Það er aldeilis að það vanti fleiri clön á íslandi og koma á smá samkeppni þau lið sem maður sér eitthvað að viti þessa dagana eru: dedication , adios , ecco , limit , oxide , R.I.P, og liðið sem omerta og sodomy er í man ekki alveg hvað það heitir (afsakið), og afsakið ef ég nefni ekki þitt clan þar sem þetta eru þau einu sem mér dettur í hug núna af fljótu bragði.

Nú hefur maður séð sum nöfn cs og cs:s manna inná serverum eða á #cod.is á ircinu og eru margir mjög forvitnir um leikinn sem er ekkert nema frábært því þá bætist vonandi fleiri mans í leikinn og samfélagið verður stærra.
Allavega fyrir ykkur sem eruð að deyja úr forvitni þá er Call of duty 2 eða COD2 leikur frá Seinni heimstyrjöldinni einsog Medal of honor og Wolfenstein nema gameplayið er algjörlega frábrugðið öllum leikjum í þeim geiranum. Þetta er fyrstu persónu skotleikur og eru 2 lið svipað og margir þekkja í counter-strike (CT og TERRORISTS), nema þau kallast Allies (Americanar, Bretar, Rússar) og Axis (Þjóðverjar). Oftast er spilað Search and Destroy eða S&D og er það í raun sama og í cs að ef þú ert Allies þá áttu að planta bombunni og reyna sprengja upp fyrir Axis sem eiga í raun að verja bombsite fyrir planti.

Scrimin eru þannig uppbyggð að það eru spiluð 2 möp, hvert lið velur sitt map. Max rounds eru 10 , round tími er 2 mínútur, aðeins 1 í hverju liði getur notað shotgun og sniper.

Allavega þegar við förum að tala um virknina í COD2 þessa dagana þá eru af og til scrim en ekki jafn mikið og áður, en samt virðist vera að aðrir tölvuleikja spilarar séu að fá vit í kollinn og eru forvitnir um þennan merkis leik sem er talinn mest spilaði 1.persónu skotleikur í evrópu og ef ekki bara heimi.

En allavega þá ættum við ekki að leggjast í neinn dvala heldur bara mæta á serverana sem eru uppi þessa dagana og hægt er að finna þá hér: http://www.game-monitor.com/search.php?game=cod2&country=IS

Ef fólk er nýtt í leiknum of vill fá meiri upplýsingar, er um að gera að vera bara á ircinu og fara inná rás Call of duty samfélagsins #cod.is á ircnet og vera óhrædd að spyrja ef það er eitthvað, einnig gæti ég vel trúað að fólk þurfi að fá smá þursahjálp í config málum (cfg) og ætti að vera til einhver hjálp hér á huga ef ekki þá er það bara að spyrjast fyrir á #cod.is

Einnig sem mér langaði að ræða um er að kanski væri gaman að ef lið eru farinn að spila af kappi þá væri gaman að sjá fréttir af liðum og hægt er að nota huga.is/cod við það bara búa til grein eða kork, þetta áhugamál er nú svosem virkt það koma korkar hérna af og til og fólk sendir inn myndir á fullu.
Allavega þá hefur þessi leikur enþá það mikinn kraft að hann ætti ekki að deyja út og svona til gamans þá COD2 ekkert á leið að deyja út erlendis þar sem hann er enþá fáranlega mikið spilaður.
Hvernig skal finna erlend scrim á Quakenet (erlend).

Til að næla sér í 1 stk erlent scrim þá er notast við ircið í flestum tilvikum, hérna ætla ég að sýna þeim sem ekki kunna það enþá en hafa áhuga á að læra það.

Til að byrja með verður maður að vera með ircið opið og ef maður er á ircnet þar sem #cod.is er þá þarf maður ekkert að fara út af því til að leita af erlendu scrimi hægt er að vera á tveimur IRC serverum í einu.

Þegar þú ert með ircið opið þá ferðu bara í mIRC Setup http://www.team-dedication.net/myztic/myndir/quakenet1.gif Ferð svo í Servers ef þú ert ekki þegar inn í því.

og í IRC NETWORK og finnur þar Quakenet
http://www.team-dedication.net/myztic/myndir/quakenet2.gif

A.T.H að ef þú vilt vera á tveimur irc serverum á sama tíma þá (s.s fara á erlendan ircserver án þess að quita íslenska ircserverinn)

Þá hakaru í New server window og gerir OK
http://www.team-dedication.net/myztic/myndir/quakenet3.gif

Þá byrtist annar irc server fyrir neðann hitt ircið sem þú vast þegar á og þá er bara um að gera að ýta á connect takkann.

Nú ert s.s kominn á quakenet og þarft að fara inná rás sem inniheldur fólk í leit að erlendum scrimum og sú rás heitir #cod2.wars þú ferð inná hana (/j cod2.wars) og leitar eftir scrimi
(dæmi ef þið eruð 5 þá er það “5 on 5 / sd / highskilled / server off”

5 on 5 = fjöldi spilara
sd = gametypeið
highskilled = hvernig styrkleika af scrimi þú leitar af ( low – med – high )
server off = lætur vita að þið hafið ekki server og þá munu þið spila á annara manna server.
A.T.H að oft eru menn að hosta daycup og geta menn skráð sig í þau á þessari rás!


Ég vona að þetta hafi nýst einhverjum og að cod2 samfélagið fari nú að fjölga á næstu dögum, og tbh þá hef ég séð margar mannaaukningar á íslenskum serverum síðastliðna daga =)

kv. myztic
#team-dedication
dedication.m1ztk