Núna á dögunum kom út map pack fyrir Call of Duty: United Offensive. Með honum kom:
*Tvö ný borð - Streets & Peaks
*Sex gömlum borðum breytt fyrir CTF og Domination gameplay ásamt öðrum breytingum sem ég ættla hér að fara yfir.


Depot: Búið að bæta við Mg byssum ásamt nýjum leiðum. Ákaflega erfitt að troða sér eina leiðina þar sem maður þarf að “prone'a” þangað og lítið pláss er fyrir hendi, annars sniðug leið og “kryddar” borðið.

Harbor: Eins og hann CrazyBastard hafði tekið fram í kork sínum um þetta þá er ný leið í gegnum “litla sniper hús” sem er mjög gaman að! (Þoldi aldrei að fara leiðina undir). Nýr staður fyrir germans til að campa en með tilkomu reyk sprengja þá held ég að það verði gífurlega skemmtilegt að reyna að komast þar framhjá eða/og reyna að stoppa menn þar.

Hurtgen: Búið að troða aðal óvini mínum þangað inn, farartækjum. Annars er borðið lítið breytt fyrir utan skemmtilega kassa ofan á bunkernum fyrir neðan plant A. Svo held ég að nýju “scopes” í UO munu nýtast vel í þessu borði!

Powcamp: Búið að færa turna og hús fram og til baka. Fleiri turnar til að klifra í og auðveldara að komast á ákveðin þök. Búið er þó að loka mikið fyrir opin svæði, þó ekki öll, en ég held að Mosin-Nagant og kar98k munu ekki nýtast alveg jafn vel lengur.

Dawnville: Aðal sprengjan hér á ferð. Að mínu mati magnaðar breytingar! Búið að breyta kirkjugarði gífurlega og búið að hækka grindverkið. Búið að koma fyrir stórkostlegum nýjum stöðum svo sem herbergi inn í húsi á milli plant A og B & flottum stað inn í kirkju. Sjón er sögu ríkari!

Carentan: Engin breying þar á ferð nema það að núna virkar það fyrir CTF og Domination. Hefði verið til í að sjá breytingar á þessu annars frábæra mappi því mér finnst það byrjað að verða svoldið þreytandi.


Peaks: Annað af nýju borðunum hér á ferð. Ákaflega skemmtilegt borð og held ég bara að það hefði geta orðið eitt af eftirlætis möppum CoD spilara hefði það komið út fyrir “vanilla”. Prófaði það í S&D og var það mjög áhugavert og væri ég til í að prufa að scrimma í því.

Streets: Frekar skrýtið borð og ákaflega ruglingslegt til að byrja með. Svo lærir maður aðeins á það og úr verður ágætis skemmtun. Voðalega dæmigert UO borð finnst mér eitthvað.


Eins og ég sagði áðan “Sjón er sögu ríkari!”, en fyrir þá sem eiga ekki UO eða þá sem eru að bíða eftir að downloadið klárist, þá eru hér nokkur screenshot sem ég tók í nýju borðunum ásamt breytingum á gömlu.


Nýji staðurinn í kirkjuni í Dawnville.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0001.jpg

Aftur sami staður, horft út á götu.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0002.jpg

Peaks borðið nýja.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0004.jpg

Streets borðið nýja.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0006.jpg

Streets #2
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0007.jpg

Streets #3
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0008.jpg

Russian Spawn í Harbor.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0009.jpg

Harbor #2
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0010.jpg

Og svo litla sniper hús í Harbor.
http://easy.go.is/coduo/myndir/shot0010.jpg


Ekki vildi ég fara að taka myndir af öllu, svo endilega sækjið þetta map pack hér:
http://static.hugi.is/games/cod/uo/CoDUO_MapPack.exe

En passið að vera búin að uppfæra CoD:UO í 1.51, það finnið þið hér:
http://static.hugi.is/games/cod/uo/coduo_patch.exe


Ef þetta verður spilað á rétt stilltum serverum (er mikið á móti farartækjum og vill helst spila S&D) þá er ég meira en til í að spila UO!

Vona að þið hafið notið að lesa þetta, afsaka stafsetningarvillur, Hjalti.