Hugleiðingar um völ á störfum Ég hef löngum verið að spá í því hvort myndi borga sig: Að gerast sjóræningi eða hafa cargo ship og fara með vörur á milli plánetna/sólkerfa. Það fyrsta sem að ég ætla að rýna í er hvort það borgi sig að vera “góðu” eða “vondur” sjóræningi:

Það góða við að vera sjóræningi er að þú færð hellingur af vörum til þess að selja og þú þarft ekki einu sinni að borga fyrir þær. Það slæma er að þú átt erfitt með að komast í gegnum high-security svæði, en þau eru, eins og nafnið bendir til, með mjög háa löggæslu og því svæði sem að er oft yfirfullt af newbies. Þetta er einn af þeim mínusum sem að sjóræningjar hafa.
Auk þess er einn af fylgikvillum sjóræningja að þeir eru eftirlýstir og því er gert allt til þess að ná þeim.
Ef þú ætlar að vera “góður” sjóræningi þá er það sem þú átt að muna er að drepa ekki skipseigandann eftir að þú ert búin(n) að eyðileggja hálft líf hans, þ.e. uppbygginguna á vörnum og öðru sem að máli skiptir í hverju skipi. Ef þú ætlar að vera “vondur” sjóræningi mæli ég með því að þú hunsir fyrrnefnt hollráð og drepir skipseigandann og neyðir hann þannig að nota klónið sitt.


En svo ef að þú ætlar að stjórna cargo ship þá eru möguleikarnir nokkrir:

Það er hægt að kaupa stórt vopnabúr, góða shields og farið í gegnum low-security svæði sem að sjóræningjar og hausaveiðarar sækja í, og þar með stofnað farinu þínu í hættu til þess eins að einhverjar plánetur fá lyfin sín eða álíka.

Það er hægt að stofna bandalög og kaupa geimstöðvar og jafnvel plánetur.


En leikurinn hefur nánast ótal valmöguleika, hægt er að tala við aðra playera, og ég hef heyrt að það verði hægt að nota Voice Communitaction í honum. Það verður gaman að spila þennan leik þegar hann kemur loksins.

Alpha-prófun á leiknum hefst í Maí og verður nokkrum viðskiptavinum Símans boðið að taka þátt. Opin Beta-prófun hefst síðan í Desember og verður þá hægt að skrá sig á vefsíðu leiksins, <a href="http://www.eve-online.com“ target=”_blank">www.eve-online.com</a>. Fyrir fréttafíklana þá var smá grein í Morgunblaðinu um hvort að Bandaríski leikurinn Majestic myndi veikja stöðu hins íslenska EVE: The Second Genesis, en til þess að fá að vita hvað kom út úr því verðið þið víst að kíkja í Viðskiptakafla Morgunblaðsins sem kom út Fimmtudaginn 6. Apríl.

Kv.
willie