Í kjölfar stríðsins við TAOSP hefur verið ákveðið að hefja fjöldaráðningar inn í raðir RaiD enterprises.

RaiD er eitt elsta fyrirtækið í EVE, og einnig með þeim fjölmennustu. Starfsmannafjöldi þess er í kringum hundraðið, og stefnum við á að bæta við umtalsverðum fjölda meðlima á næstunni.


– Stöður í boði –

ARTS pilot:

ARTS er stjörnufloti RaiD. Markmið hans er að halda andstæðingum okkar í skefjum, auk þess að víkka umráðasvæði RaiD. Þessi deild þarfnast mikils mannafla, sérstaklega í ljósi stríðsins við TAOSP.

Police enforcer:

Lögreglan sér um að halda umráðasvæði RaiD friðsælu. Eitt af helstu hlutverkum lögreglunnar er að sjá til þess að auðlindir RaiD séu ekki teknar í leyfisleysi.

Freighter pilot:

Varningur, loftsteinar, málmgrýti og önnur verðmæti eru flutt með vöruflutningaskipum. Sérþjálfaða skipstjóra þarf til þess að stjórna þeim. Þetta er ábyrgðarfullt starf, enda er um mikil verðmæti að ræða.

Mining technician:

Námumenn sjá um gröft og vinnslu á málmgrýti, sem síðan er notað til þess að vinna annan varning fyrir RaiD.

Factory manager:

Verksmiðjustjórar sjá um framleiðslu á varningi, skipum og vopnum. Vörurnar eru síðan seldar eða notaðar af RaiD.


– Umsóknir –

Ef þið hafið áhuga á einhverri af þessum stöðum, þá skuluð þið senda tölvupóst til requiem@vortex.is með eftirfarandi upplýsingum:

Starf sem sótt er um
Fullt nafn
Fæðingardagur (dd-mm-áááá)
Gælunafn (nick)
GSM númer
Örfá orð um hversvegna þið hafið áhuga á stöðunni

Farið verður yfir umsóknina. Þið fáið svo sent bréf á næstunni með frekari fyrirmælum.

Takk fyrir.

Atli Freyr Friðbjörnsson
Starfsmannastjóri
RaiD Enterprises