Ég ætla að koma með smá update á grein sem ég gerði undir nikkinu kristo hérna einu sinni.

Black & White:
Í Black & White leikur maður guð, maður ræður gjörsamlega hvað maður gerir, hvort maður fari og drepi alla þorpsbúa með eldboltum eða steinaregni eða finnur handa þeim eitthvað að éta, einnig hefur maður til umráða dýr, það fer algjörlega eftir þér hvort það sé illt eða gott, stórt eða lítið og feitt og latt eða stælt og í góðu formi
Staða: var gefin út fyrir löngu (ætti að fara að endurútgefa hann).

Creature Isle:
Þetta er feiknar stór viðbót við Black & White, núna ertu komin/n á eyju sem er full af dýrum sem allir hinir guðirnir hafa yfirgefið, þú þarft að leysa helling af þrautum og allskonar dóti í þá áttina
staða: Í verslunum.

Black & White 2:
Bráðlega fer að koma út sjálfstætt framhald á Black & White, leikurinn er sagður vera með mun erfiðari en forveri hanns, einnig er búið að endurbæta graffíkina til muna og náttúrulega grevigreindina líka, þessi leikur er sagður verða mun betri en sá fyrri og þeir sem spiluðu hann muna hversu góður hann er eða var
staða: Sagður koma á fyrsta - öðrum ársfjórðung 2005 en það geta náttúrulega allataf orðið seinkanir.

BC:
Ég er búinn að grennslast mikið fyrir um þennan leik og það fáa sem ég finn er eftirfarandi
BC er leikur á Xbox þar sem þú ert einhverstaðar á tíma risaeðlanna, þú þarft að þróast frá því að verða villimaður yfir í hugsandi manneskju, þú átt að leiða hópinn þinn í gegnum stríð, dauðinn er allstaðar í kringum þig, beisiklí bara að lifa af
Staða: Var í smíðum er lagður á hilluna þangað til seinna.

Fable:
Fable er einn besti Xbox leikur sem ég hef prófað, þú leikur mann frá fæðingu til dauða, sagan byrjar á því að það ráðast sjóræningjar inn í bæinn se þú býrð í og drepa alla nema þig.
hver ákvörðun sem þú tekur hefur áhrif á allan leikinn, ég er búinn með hann og þetta er með betri leikjum sem ég hef prófað í Xbox
staða: Í verslunum.

Dimitri:
Þetta er leynilegt verkefni í vinnslu hjá Lionhead Studios, þeir hafa sagt fátt um hann
eiginlega það eina sem þeir hafa sagt er að þetta er eitt af stærstu verkefnum sem þeir hafa farið út í, það hafa verið að vinna um 30 manns seint frá árinu 1999, í dimitri fókusar ai á að líkja sem mest eftir félagslegri hegðun fólks, þetta er leikur sem kemur út á pc
Staða: það er sagt að hann komi ekki út fyrr en í fyrsta lagi árið 2007.

The Movies:
Þetta er spennandi leikur í vinnslu hjá Lionhead Studios, þetta er svona Sims like leikur, nema hvað þú ert að búa til bíómynd, já bíómynd í fullri lengd, getur tekið hana og klippt hana til, ráðið og rekið leikara, viltu rigningu, snjó, eða bara sólskin, viltu stríð eða viltu sápuóperu, ert þú góður leikstjóri ???
staða: Í vinnslu.

Thats all folks, það ég held, man ekki eftir neinu fleira, þið verðið að athuga það að ég er enginn professional leikja gagngrýnandi.