Ég var að velta því fyrir mér hvaða svæði í nágrenni Reykjavíkur er vinsælast fyrir okkur snjóbrettafólk að ykkar mati. Þá eru það væntanlega tvö svæði sem koma til greina, Bláfjöll eða Skálafell.

Mig langar til þess að telja upp kosti og galla sem mér finnst þessara skíðasvæða. (ath. þetta er aðeins mitt mat sem er byggt af minni reynslu u.þ.b. 5 ár)

Bláfjöll: kostirnir eru að svæðið býður uppá margskonar leiðir og það getur verið himnaríki að renna sér þar í púðri. Svæðið er stærra og brekkur við allra hæfi. Óskostirnir finnst mér hinsvegar þeir að þetta er vinsælasta skíðasvæði landsins fyrir skíðaæfingar skíðafélaganna og er meginhluti þeirra sem æfa í Bláfjöllum þar sem brekkurnar hæfa þeim mikið betur. Maður er mikið meira laus við skíðaliðið þar sem er mikill kostur.
Mér finnst Bláfjöll ekki hafa verið nógu dugleg að búa til palla og fleira fyrir okkur, kannski erum við ekki nógu dugleg að biðja um þá en þeir skella kannski einum og einum palli upp nokkur sinnum á vetri en svo veðrast hann og engin nennir að halda pöllunum við eða sýnir frekari áhuga á að gera eitthvað. Mín reynsla af starfsfólkinu í Bláfjöllum er ekki jafn góð og hún er og í Skálafelli. Lyftuverðir og annað þar finnst mér bera meiri virðingu fyrir okkur en í Bláfjöllum.

Skálafell: Eru búnir að vera ótrúlega duglegir að búa til palla, pipe og fleira fyrir okkur undanfarin ár á meðan snjor hefur leyft. Svæðið býður reyndar ekki uppá jafn fjölbreyttar brekkur en þær henta vel undir pallana okkar. Án efa varð það mikill plús fyrir okkur þegar þeir (G.Á.P. Vífilfell og Týndi Hlekkurinn ef ég man rétt) fjárfestu í PIPE MAGICIAN eða tækinu til þess að búa til half-pipe og quarter-pipe og hafa þeir loksins náð að nýta tækið og komið mjög vel út. Það vantar bara smá meiri snjó til þess að fullkomna half-pipe-ið þeirra. Mér finnst snjóbrettafólkið vera líka að sækja smátt og smátt meira í Skálafell sem er gott að mínum mati. Fyrri hluti seinustu viku og sl. helgi var algjör snilld uppí Skálafelli. Nú er bara að vona að það bæti í.

S.s. Skíðasvæði tvö hafa hvor sína kosti og galla en Skálafell er án efa svæðið mitt og vonandi halda þeir áfram að styðja við bakið á okkur og gera fyrir okkur palla. hvað finnst ykkur ???