Snjóbretta og skíðamenning Tíðin er ekki spes fyrir Snjóbretta og skíðafólk á Íslandi undanfarið. Það snjóar smá og síðan kemur hiti og rigning og skíðasvæðin ná ekki að opna!

Ekki gott fyrir hinn venjulega snjóbretta eða skíðamann. En við sem erum að nota kraftdreka til að draga okkur áfram á skíðum og brettum getum oftast fundið okkur stað til þess að surfa á. Mér finnst alveg kominn tími á að fólk taki þetta upp á arma sína og fái að prufa svona græju!

Þetta mun opna nýja vídd fyrir þá sem eiga snjóbretti eða skíði og eru alltaf að kvarta undan snjóleysi á skíðasvæðunum. Pældu bara í því ef þú gætir farið t.d upp í Suðurgil í Bláfjöllum þótt að lifturnar séu lokaðar og ekki nægur snjór í fjallinu sjálfu en samt er nægur snjór í dalnum. Þá gætir þú notað kraftdreka til þess að surfa út um allt á móti vindi, á ská í vindinn og farið nánast hvert sem er, líka upp brekkur! Stökkin með kraftdreka eru líka miki lengri hærri og lendingarnar eru oftast mjög mjúkar. Er ekki bara komin tími til að prufa þetta sport í staðinn fyrir að ergja sig á því að skíðasvæðið er nánast aldrei opið?

Plús það að þú getur þú líka leikið þér nánast allt sumarið bara með því að fara upp á jökul, komast í ósnert púður og enginn lyftugjöld, raðir eða annað vesen!

Farðu inn á www.vindsport.is og tékkaðu á græjunum og video-um líka.