mér finnst fáránlegt hvernig rútuferðirnar eru, það er ömurlegt þegar mar er ekki á bíl og fær ekkert far uppí fjall þá fer rútan alltaf á svo asnalegum tímum.

hérna er smá c/p af skidasvaedi.is :

Virkir dagar Klukkan
Hvert
Frá Smáraskóla 17.00
Í Bláfjöll, Skálafell og Hengil
Frá Mjódd 17.15
Í Bláfjöll, Skálafell og Hengil
Frá Garðatorgi 17.00
Í Bláfjöll
Frá Íþróttahúsi v/Strandgötu 17.15
Í Bláfjöll

Til baka úr fjöllunum 21.05


Helgar Klukkan
Hvert
Frá Smáraskóla 12.15
Í Bláfjöll og Skálafell
Frá Mjódd 12.30
Í Bláfjöll og Skálafell
Frá Garðatorgi 12.15
Í Bláfjöll
Frá Íþróttahúsi v/Strandgötu 12.30
Í Bláfjöll

Til baka úr fjöllunum 13.30
& 18.00

eins og þið sjáið þá fer rútan ekki fyrr en klukkan 5 á virkum dögum frá bænum, en samt sem áður opnar klukkan 2 uffrá. það er nottla bara fáránlegt, það mætti fara ein um 1-2 leitið og svo önnur um 5 leitið og heim mættu þær fara um 6 og svo aftur 9 heim (eða semsagt þegar lokar) .. það er ekki hugsað nógu stórt þarna hjá þeim, þeir mundu græða helmingi meir held ég ef þeir myndu hafa þetta svona, því þá eru meiri líkur á að maður nenni uppí fjall og þannig, og að maður gefist kostur á að koma heim á skikkalegum tíma, eða vill nota fyrripart af deginum á bretti.

og um helgar t.d. þá fer rútan ekki fyrr en um 12, en samt opnar klukkan 10… og er bara opið til 6 svo að auðvitað vill maður nota helgina almennilega til að vera á bretti, þá vera komin uppí fjall um opnunartíma og koma svo útkeyrður um 6 leitið heim, eða það vill ég allavegna. það m´tti fara rúta um 9-10 leitið og svo aftur eins og hún er núna, 12.. og svo heim um 4 og svo aftur 6 (lokun) … ég viðurkenni að þá mundi ég miklu oftar taka rútuna.

þetta er eins og ég er að vinna alla helgina, en ég fer ekki að vinna fyrr en 6 á kvöldin, og þá væri gott að geta tekið rútuna um 10 og svo komast heim um 4, en nei það er ekki í boði, ég hreinlega kemst þá ekki uppi fjöll nema með fari eða á bíl, sem er frekar leiðinlegt!!

þetta hefur alltaf verið svona asnalegt ef ég man rétt og þeir mættu alveg gera eitthvað í þessu, þetta er engan veginn góð þjónusta hjá þeim.

ég legg til að vér mótmælum!!! :D hverjir eru sammála ??
"