Ég var að ljúka samtali við félaga minn og við vorum að ræða um það sem búið er að ganga á síðustu daga. Við vorum sammála um það að við boxarar verðum að taka saman höndum og gera eitthvað jákvætt til þess að sýna fólki það að við erum ekki bara einhverjir lofthausar sem hafa gaman af því að berja hver á öðrum.

Okkur datt það í hug (ath þetta er bara hugmynd um 1 sem hægt er að gera) að við ættum að mæta allir saman einhvern daginn og syngja jólalög fyrir aldraða og fara á sjúkrahús og syngja fyrir allt fólkið. Ég held að það geti hvaða maður sem er kyngt stoltinu í smá stund og stuðlað að því að þessi íþrótt sem við höfum svo gaman af fái jákvæða umræðu á ný svo fólk horfi ekki bara á það neikvæða.

Mér finnst þetta geggjuð hugmynd, hvað finnst ykkur? Þetta myndi blása á akka neikvæðna umræðu og koma brosi á mörg súr andlit :) Við gætum farið fyrir utan húsið hjá Katrínu Fjeldsted og sungið þar líka haha<br><br>_____________________________________________________

<b>Að ríða er eins og að éta súpu með gaffli, ég fæ aldrei nóg</b>


<b>AA samtökin segja að áfengið sé versti óvinur þinn. En Jesús sagði: Elskið óvini yðar!</
_____________________________________________________