Það er með ólikindum hve slæm skil fjölmiðlar gera keppni eins og td þeirri sem fram fór í Faxafeni um s.l. helgi sem og öðrum keppnum í hnefaleikum. Það eina sem fram hefur komið er ein grein í DV og smáskot á SÝN. Það virðist sem aðrir fjölmiðlar þ.m.t. ríkissjónvarp og Mbl fjalli meðvitað ekki um þessa íþróttagrein nema þá kannski ef erlendir kappar sækja landan heim. Eru Bubbi og Ómar yfir það hafnir að fjalla um hnefaleika á Íslandi?
Hver er ykkar skoðun á þessu og hvað er hægt að gera til að minna á tilvist þessarrar íþróttar?