Það sem kom mér mest á óvart var stelpubardaginn. Mér fannst báðar stelpurnar mjög sleipar, þó svo að þær voru með vilta króka þá fannst mér þetta flott hjá þeim.

Bjarki og Frosti það var rosalegur bardagi. Mér fannst Bjarki mjög góður enda mjög reyndur. Frosti var samt sleipur en það sem fór alveg með hann var að hann var með hendurnar alltof langt burtu frá andlitinu. Svo var hann ekki alveg nógu fljóttur að koma sér út úr hornonum þegar hann lenti í þannig krísu. En ég held samt að Frosti eigi eftir að verða mjög góður það þarf bara að slípa hann aðeins til. Plús það að hann var að fara á móti mikið reyndari manni sem hafði fjagra ára reynslu fram yfir Frosta.

Sá ekki tomma vs ingó en mér var sagt að hann hefði verið jafn og hefði getað farið á báða vegu.

Arnar vs Oddur það var stutt gaman. Ég veit ekki alveg hvað gerðist, en það kæmi mér ekki á óvart að það var eitthvað vandamál með nefið á Oddi. En þetta var mjög skemmtilegur bardagi samt sem áður. Og það var mjög gaman að sjá Arnar taka á móti manni sem var töluvert þyngri en hann. Mér fannst hann standa sig mjög vel og lof skilið. Sérstaklega fyrir 6 secondna head to head sem mér fannst alveg stórkostlegt og sömuleiðis Oddur.

Doddy vs Ronald það var bardagi sem allir voru búnir að bíða eftir í rúma átta mánuði. Mér fannst þetta mjög góður bardagi hjá báðum. En ég held að þetta verði mjög umdeildur bardagi því maður sá á mörgum að þeir voru mjög hissa eftir að Dodda var gefinn sigurinn. En þegar ég fór að pæla í þessu þá var Doddy að slippa rosalega mikið af höggum og var með mjög góða tækni. Svo ég skil alveg afhverju hann var valinn boxari kvöldsins og hann átti það skilið af mínu mati.

Mér fannst þetta mjög vel heppnuð keppni í alla staði, þó það megi deila um þann sem var að kynna. Allir strákarnir gáfu allt sem þeir áttu í bardagana og mér finnst ekki hægt að biðja um meira.

Kveðja DFSaint