Gleymt lykilorð
Nýskráning
Box

Box

Box

4.609 eru með Box sem áhugamál
11.202 stig
441 greinar
1.186 þræðir
14 tilkynningar
315 myndir
398 kannanir
9.537 álit
Meira

Ofurhugar

Eltoro Eltoro 666 stig
fridfinnur fridfinnur 666 stig
Skaur Skaur 554 stig
Ahl Ahl 240 stig
sollboll sollboll 212 stig
Rastafari Rastafari 208 stig
SkuliTyson SkuliTyson 200 stig

Stjórnendur


Ert þú að leita þér að boxpúða til þess að hengja upp í bílskúrnum hjá þér?

Gæti verið að þetta sé bara vitleysa í þér og að þú hafir ekkert við svona sekk að gera heima hjá þér?

Lang flestir sem eignast svona sekki hafa gaman af þeim til að byrja með en eru nánast alveg hættir að nota þá eftir svona eina til tvær vikur. Það eru líka til mörg dæmi um það að strákar sem eignast svona sekki og reyna að æfa algjörlega upp á eigin spýtur án nokkurar leiðsagnar lendi í því að úlnliðsbrotna.

Það er mjög gefandi og gott fyrir sálina að læra og æfa box en það er ekki viturlegt að reyna að gera það upp á eigin spýtur, mannkynið hefur eytt síðastliðnum þúsundum ára í það að fullkomna þá boxtækni sem hún býr yfir í dag. Ekki láta þér detta það í hug að þú getir fundið upp betra hjól einn og óstuddur heldur en illteljanlegur fjöldi fólks hefur þróað saman með sér í gegnum aldirnar.

Boxpúðar eru EKKI! almenn líkamsræktartæki og þú munt hvorki bæta útlit þitt né heilsu af því einu og sér að lumbra á einhverjum sekk.

Langi þér eingöngu að stunda góða líkamsrækt þá er einfaldast að byrja að skokka í svona 40 mínútur á dag en langi þér hisnvegar að læra hnefaleika þá er best að fara í eitthvert af þeim fjölmörgu boxgymum sem starfrækt eru á landinu. Sé það hinsvegar ekki möguleiki í stöðuni þá gæti verið eitthvað vit í því að panta sér kennslumyndbönd frá Ringside.

Að lokum langar mér að taka það fram að þeir sem haldnir eru þeirri ranghugmynd að boxpúðar séu eitthvað til þess að fá útrás á eða taka út reiði eru á villigötum með þær hugmyndir og ættu þess í stað að leitast við að læra Yoga, hugleiðslu nú eða þá að tala við sálfræðing.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok