Við vitum vel af því að allt þetta tölvuleikjadæmi/sjónvarpsgláp er að skila þreyttari, feitari og klaufskari börnum út í lífið.

Það er auðvitað ofboðslega slæmt, svo maður sýni aldurinn þá man ég eftir sjónvarpslausu fimmtudögunum og þá fór maður út að leika sér (raunar flesta daga) með hinum krökkunum.

Þetta vantar voða mikið í dag, og þegar ég eignast börn mun ég að sjálfsögðu reyna að halda þeim aðeins í formi, enda er líkamleg útrás góð fyrir tilfinningalífið (sofna frekar, minna pirrað).

Hins vegar mun ég auðvitað ekki lemja þau áfram í að hreyfa sig, kvótar frekar settir á hitt og þetta (jamm.. ég er ekki orðinn pabbi þannig að ég get látið mig dreyma ennþá um hvernig fyrirmyndar uppeldið hjá mér verður), og alls ekki láta krakkann minn verða afskræmdan eins og meðfylgjandi URL sýnir:

http://muscularkids.freeyellow.com/boys/0072/boys.htm

Þetta er sjúkt, og auðvitað bandarískt.
Summum ius summa inuria