Ég rakst á þessa grein á visir.is (sorrí svona copy paste dæmi hjá mér). Varð bara svo reiður þegar ég las þetta og langaði að deila þessu með ykkur.
Nýleg bresk könnun sýnir að 1 af hverjum 14 börnum verða fyrir líkamlegu ofbeldi og í flestum tilvikum frá hendi foreldra. Þá kemur fram að 1 af hverjum 100 börnum hefur sætt kynferðislegu ofbeldi frá foreldri.
Könnunin sem gerð var opinber fyrir helgi sýnir að ofbeldi gegn börnum í Bretlandi er mjög algengt en um 3000 manns á aldrinum 18 til 24 ára tóku þátt í könnuninni.
Meðal þess sem kemur fram er að næstum 80% ofbeldisins á sér stað innan veggja heimilisins, en í 52% tilvika var móðirin gerandinn samanborið við 45% tilvika föðurins.
Þá kemur fram að stúlkur eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi en drengir.

Ég skil ekki hvað er að sumu fólki,
Custom56