Ég sá ágætis kvikmynd um daginn sem heitir Gattaca, hún var nú reyndar frábær. Hún fjallaði um genamisnotkun og hvernig flestar allar mannverur vora orðnar framúrskarandi bæði hvað varðar greind og líkamsgetu. Nú lifum við á tímum þar sem erfðir eru grandskoðaðar(sbr Íslensk erfðafgreining) til þess meðal annars að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þetta get ég allveg skilið að fólk vill koma í veg fyrir að börn þeirra þjáist af sjúkdómi sem er í fjölskyldunni. En nú þegar tæknin er orðin það þróuð að við getum klónað og fiktað í genum. Þá fara foreldrar að stíga næsta skrefið sem er ekki bara að laga galla í genum heldur betrumbæta gen líka.
Hver foreldri vill það besta fyrir barnið sitt og ef hann getur tryggt barni sínu mikla greind og góða líkamsburði þá gerir hann það. Nú þegar er byrjað að selja egg úr fyrirsætum og selja sæði úr nóbelsverðlaunahöfum. En verðið á þessu er það hátt að aðeins ríka fólkið hefur efni á því. ÞETTA ER ORÐINN MARKAÐUR, að eignast barn er eins og að kaupa inn. Hvar liggja siðferðismörkin, eru einhver siðferðismörk þegar kemur að því að tryggja barni sínu öryggi í framtíðinni. Hvað með væntingar foreldra til súperbarnsins síns á þetta barn ekki að vera algjör snillingur. Nú fékkstu 9,5 á prófinu sonur sæll, afhverju fékkstu ekki 10. Ég lagði mikla peninga í að gera þig að snillingi of þá skalt þú verða snillingur. Það er aldrei 100% öruggt varðandi gen og verður stoltið ekki öðruvísi þegar barnið stendur sig vel í námi kannski, “þetta kemur ekkert á óvart hann var fæddur í þetta”.
Mér hryllir við því að ímynda mér framtíð þar sem þú færð bækling í hendurna þegar þú ætlar að eignast barn. “ Börn í poka fyrir 100”, nei leyfum náttúrunni eitthvað að ráða, bara smá.