Hafið þið sem eigið börn eldri en 3-4 ára ekki stundum rekið ykkur á það börnin ykkar hafa ekki sama fatasmekk og þið, það er að segja ykkur langar að kaupa flík A á barnið en barnið vill miklu frekar flík B? Ég lendi stundum í því og þarf þá alltaf að minna mig á það hvernig mér fannst þegar mamma keypti föt á okkur systkinin sem henni fannst falleg eða vildi að við værum öðruvísi þó að við vildum það allsekki og taldi okkur alltaf á að samþykkja það sem henni fannst flott og svo nagaði maður sig í handarbakið á eftir. Ég man þegar dúnúlpurnar voru í tísku og allir áttu svona dökkbláar dúnúlpur þá keypti mamma ógeðslegar ljósgrænar dúnúlpur á mig og aðra systur mína. Ég hataði þessa úlpu og hugsa enn með hryllingi til hennar (úlpunnar) í dag. Þannig að ég ákvað að muna það, að það er dóttir mín sem á að ganga í fötunum sem ég kaupi á hana en ekki ég, þá kaupi ég það sem henni líkar þó að mér finnist önnur flík kannski flottari. Ég t.d. var að kaupa jólakjól á dóttur mína í morgun og var búin að finna föt sem mér fannst fara henni vel en hún féll fyrir allt öðrum kjól sem er mjög fallegur en mér fannst ekki fara henni eins vel. Svo vorum við búin að prófa nokkra fleiri kjóla en henni fannst alltaf þessi eini flottastur en samt að endingu sagði litla krúttið “ okey mamma ég skal fá kjólinn sem þú vilt” og þá eiginlega leið mér bara alls ekkert vel með það, þannig að ég ákvað að kaupa kjólinn sem henni fannst flottastur og við reyndar fundum alveg frábæra skó við. Þannig að núna er ég mjög ánægð með að hafa virt smekk dóttur minnar. Kveðja PiCatChyou
——————————