Ég veit ekki alveg hvort að þetta passi inn hér.. en ég vissi bara ekki hvar annars staðar ég átti að setja þetta…

Ég var áðan niðrí Nettó í mjódd og alveg við innganginn voru Tveir fatlaðir menn, annar í hjólastól og hinn bara einhvern vegin fatlaður… Þeir voru að selja happdrættismiða, buðu fólki sem varað labba inn og útúr nettó, miða, en sumir bara ignoruðu mennina, létu sem þeir væru ekki til, gengu bara framhjá…
Mér finnst þetta ekkert smá dónalegt.. Þau hefðu í það minnst geta sagt nei takk og brost… Ég varð ekkert smá hneiksluð!!

Og svo líka í sambandi við ólimpíuleikana… Þegar Vala fékk bronsið eða hvað sem hún fékk, þá var hún á forsíðum í blöðunum tekið svaka viðtal við hana og hún fékk þessar líka svaka móttökur á flugvellinum… en þegar Kristín Huld (minnir mig.. þori ekki alveg að fara með það) vann þarna í sundinu… þá kom eitt lítið vesælt símaviðtal við hana… búið..

“Fólk” þarf að farað taka sig á.. Fatlaðir eru líka manneskjur!