Jæja, þá er henni lokið… þessarri pabbahelgi… og senn líður að næstu. Eftir lúrinn í dag fórum við að taka okkur til, til þess að fara aftur til mömmu (hans). Ég er búinn að ákveða að ef hann verður ennþá svona veikur fyrir næstu pabbahelgi, þá er bara að nota þessa veikindadaga barns… Þá slæ ég tvær í einu höggi… fæ meiri tíma með honum og við verðum bara inni í rólegheitunum. Ég ákvað að fara ekkert með hann að gefa öndunum í dag… þetta var það ljótur hósti. Í staðinn förum við bara seinna, en ég fór samt sem áður. Fór þegar varið að myrkva. Þetta var alveg frábært. Ef ég hefði verið önd eða svanur á tjörninni, þá hefði ég alveg elskað mig! Ég var í fílíng, svona retró fílíng. Það er geðveikt gefandi að gefa öndunum. Svo verður maður þægilega sáttur, inní sér, og þægilega kalt á brynjunni (útávið égið…), allavegana, meiks jú fíl gúd!
Þægilega þægilegur
Gromit