Um daginn kom maðurinn minn heim með Tarzan á DVD. Við horfðum pínulítið á hana og byrjuðum við þar sem að Kala finnur Tarzan.
O hvað hann var sætur þar sem hann lá og teygði úr sér og bablaði.
Ég horfði nú á hana alla í gær og ég verð nú að segja að mér finnst nú skemmtilegra að horfa á hana á ensku. Þetta er falleg mynd og myndartakan er góð. Börnin hafa örugglega gaman af henni.
Það væri gaman að vita hvað ykkur finnst um hana þ.e.a.s ef þið eruð búin að sjá hana.
Hafið það nú gott það sem eftir er af helginni.
Kveðja,
Krusindull