Það var grein hérna um að einhverjir krakkar hefðu verið dónalegir, en börnin eru ekki þau einu sem eru dónaleg. Ég hef rekist á dónalegt fullorðið fólk. Einu sinni var ég inn á einum stað og var að borða, svo kom bara einhver kona og fór að skamma mig og vinkonur mínar því það var eitthvað tyggjó á gólfinu og hún sagði að við hefðum gert þetta, við höfðum ekkert gert þetta og hún bara stóð þarna og skammaði okkur, hún hafði engar sannanir fyrir því að við höfðum gert þetta, en bara því við vorum unglingar fór hún að öskra á okkur, það finnst mér dónalegt, og ef börn og unglingar eru út í sjoppum eða í bíó, þá tekst fullorðnu fólki alltaf að troða sér fram fyrir börn og unglinga og stundum tekur afgreiðslufólkið fullorðið fólk fram fyrir börn og unglinga. Þannig að hvernig getum við dæmt börn, þegar fullorðið fólk eru ekkert sjálf kurteis og fullorðið fólk er oft fyrirmyndir fyrir börn.