Hæhæ, ég er í smá vandræðum. Ég er með sandkassa í garðinum hjá mér og hann fær ekki að vera í friði fyrir köttunum í hverfinu. Ég hef alls ekkert á móti kisum, nema þetta. Það er biðröð á morgnana eftir að komast í kassann, samt er ég með net yfir sem kostaði 6000 kall sérsaumað yfir kassann. Þeir bara spræna ofan á netið og það lekur svo niður í sandinn. Er ekki til eitthvað efni sem fælir þá frá, eitthvað sem virkar.
Plís látið mig vita ef þið vitið um eitthvað sniðugt ráð sem dugar.
Takk takk
kv alsig