“Like father, like son” Þetta á svo sannarlega við hjá okkur… Fyrrverandi, var alltaf að tala um að ég talaði upp úr svefni… Þetta var svosem voða sætt þannig en ég var held ég aldrei til í að viðurkenna það fyllilega, fyrr en um seinustu pabbahelgi… Þegar ég fór upp í rúm, þá fór sonur minn að babla eitthvað upp úr svefni. Ég náttúrulega athugaði hvort hann væri vaknaður, en nei, nei, hann var steinsofandi! Þá fór maður svona að trúa því að þetta væri satt. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og þar sem að hann gerir það þá hlýt ég að gera það… Þetta er algjör snilld að sjá svona börn tala upp úr svefni… Mæli með því fyrir alla, að upplifa svona.
Andi… (sof-andi, tal-andi)
Gromit