Fjögura ára tyrkneskur drengur stökk fram af svölum á sjöundu hæð á mánudag. Hann hélt hann væri Pokemon.
Móðir hans skildi hann eftir einan á meðan hún skrapp út í búð. Stráksi greip tækifærið og notaði frelsið til að fleyga sér fram af svölunum. Til allrar lukku lenti hann á sólhlíf á fyrstu hæð sem dróg úr fallinu en uppskar samt fótbrot. Þegar læknarnir spurðu Ferhat litla afhverju hann hafði stokkið svaraði hann, “ég er Pokemon og ég get flogið”. Mamma hans hefur miklar áhygjur af honum. “Hann er alltaf að horfa á Pokemon teiknimyndir í sjónvarpinu og kaupir allskonar Pokemon dót. Hann er meira að segja að leika sér með einhverjar Pokemon dúkkur í sjúkrarúmminu núna” sagði hún í viðtali við tyrkneska dagblaðið Sabah daily.