Okey ég veit að þið hugsið öll vel um börnin ykkar og mig grunar að flestum þeirra finnst rosagaman að leika úti í snjónum (sem er allavega hér á Akureyri) og mig langar að koma einni ábendingu til ykkar:

Segið börnunum ykkar að það getur verið STÓRHÆTTULEGT að kasta snjó í bíla, og það meigi ALLS EKKI….

Þegar pabbi minn var lítill þá voru hann og nokkrir vinir hans úti að leika sér að kasta snjó í bíla (ég VEIT að börn gera þetta enn þann dag í dag) og í eitt skiptið þegar einn vinanna kastaði í bíl sem í var ungur maður, brá manninum svo að hann keyrði á ljósastaur - og dó….

Eins og þetta litla dæmi segir ykkur þá getur þetta verið STÓRHÆTTULEGT….

Nala