Undanfarna mánuði hef ég verið mikið að rúnta með syni mínum, sem er að verða 7, í bílnum. Og fyrir tilviljun fann hann barnarásina á FM 102,2 og síðan þá vill hann helst ekki hlusta á neitt annað. Þetta kom mér pinku mikið á óvart, en þó ekki, því þessi rás er með mjög skemmtilegu barnaefni, sögur og skemmtileg lög.
Á þessari útvarpsstöð eru engar auglýsingar sem ég hef tekið eftir allavega.

Það sem kom mér kannski mest á óvart var að ég var vanur því að hann kæmi í heimsókn til mín með eminem, linkin park, limp bizkit og eitthvað þaðan af verra. Ekki það að tónlistin sé leiðinleg endilega, heldur bara það að hún á ekkert erindi við 6 ára krakka!
Líklega hefur það verið eldri frænka hans eða mamma sem hafa haft þessi áhrif á hann að hlusta á þessa tónlist.

En mín niðurstaða er sú að barnaefni er það sem börn skilja og það sem þau skilja það vilja þau. Og við ættum fyrir alla muni að stilla á barnarásina og leyfa börnunum okkar að vera börnum svo lengi sem unt er!