Ég var að skoða heimasíðu Alþingis áðan og rakst á svolítið í lögunum sem ég var hissa á að sjá:

216. gr. Kvenmaður, sem deyðir fóstur sitt, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. Ef sérstaklega ríkar málsbætur eru fyrir hendi, má ákveða, að refsing falli niður. Mál skal ekki höfða, ef 2 ár eru liðin frá því að brot var framið. Ónothæf tilraun er refsilaus.
Hver, sem með samþykki móður deyðir fóstur hennar eða ljær henni lið sitt til fóstureyðingar, skal sæta fangelsi allt að 4 árum. Sé um mikla sök að ræða, einkum ef verknaðurinn er framinn í ávinningsskyni eða hann hefur haft í för með sér dauða eða stórfellt heilsutjón móður, skal beita allt að 8 ára fangelsi. Hafi verkið verið framið án samþykkis móður, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.
1)L. 82/1998, 109. gr.

Vissuð þið þetta? Stangast þetta ekki svolítið á við það að fóstureyðingar eru leyfðar hér á landi?