Af hverju vilja konur eignast börn?
Þetta er spurningin sem hefur verið á sveimi í hausnum á mér síðustu daga og vikur.
Er þetta bara eitthvað í eðli þeirra? Kanski þegar þær eru hamingjusamar og ástfangnar að þær vilji eignast barn? Já ég veit ekki. Sjálf hafði ég ekki hugsað mér eignast barn á næstunni, ætla nú að bíða í amk ár í viðbót. En sumir dagar eru afar slæmir, mig langar svo í barn! ræð ekki við þessar hugsanir og tilfinningar! Bara til að fyrirbyggja allan misskilning sem gæti komið þá er ég ekki einhver 16 ára stelpa sem heldur að hún sé geðveikt ásfangin og heldur að sé voða skemmtilegt og auðvelt að vera með lítið “kríli” ég veit vel hvernig vinna er við foreldra hlutverkið. Geri mér grein fyrir pirring, svefnleysi, ælu, skít og öllu þessu. Ég er tvítug stúlka og afar skynsöm manneskja með heilann á réttum stað, einnig hjartað :)

Hef alla tíð haft mikið dálæti af börnum og mikinn áhuga á þeim. Enda sótti ég um stöðu sem stjórnandi á þessu áhugamáli því ég veit ýmislegt og hef gaman af börnum. En núna eru bara þessar tilfinningar aðyfirgnæfa aðrar hugsanir en þetta er nú ekkert alslæmt þetta er aðalega þegar ég er bara ein heima og vafrandi um á netinu að skoða ýmist barnaland, síður af börnum hjá stelpum sem ég þekki eða tala við óléttar vinkonur mínar. Ég þekki voða mikið af óléttum stelpum eða nýbökuðum mömmum, ég er rosalega ánægð fyrir þeirra hönd en svona innst inni kemur “af hverju fær hún að eignast barn en ekki ég” Ef ég fer í búð og sé pínu litla sæta kjóla get ég allt eins bara bráðnað. Myndir af litlum börnum og klingir á milljón niðri.
Ég á yndislegan kærasta sem ég bý hjá og bara allt að ganga ógeðslega vel hjá okkur og mjög ánægð bara, þessar hugsanir byrjuðu bara eftir að ég flutti til hans. Tilhugsunin að vera saman og vera með eitt lítið kríli lítur afskaplega vel í huga mínum. Bara tilhugsunin ein lætur mig brosa útaf eyrum.
Hvað getur maður gert í svona? þegar löngunin er til staðar, en maður vill ekki leggja í þetta strax? Er frekar erfið staða. Blendnar tilfinningar. Við svona segir fólk vanarlega “gerðu það sem hjartað segir þér” en hvað ef hjartað vill að ég eignist barn en samviskusemin segir mér að bíða í smá tíma?
Ég held að ég verði frábær mamma. Kærasti minn er frábær pabbi. Við höfum það alveg gott peningalega séð. Hann í vel launaðari vinnu og ég er að vinna á 2 stöðum og fæ góða útborgun.
Ég er ekki að biðja um einhver ráð, þetta eru agalega hugleiðingar og vangaveltur. Ég ætla bíða með þetta til betri tíma og njóta þess að vera barnlaus. Ég á eftir að gera heilmargt áður en´eg hafði hugsað mér að eignast barn.

Kannist þið við þetta? Er ég nokkuð ein í þessum draumóraheimi?
Ofurhugi og ofurmamma