Sælt veri fólkið hérna á þessu áhugamáli! Það er eitt sem brennir mjög á mér og bara verð að deila því með ykkur.

Þannig er mál með vegsti að það fer mjög svo í taugarnar á mér þegar ég heyri fólk spyrja: Hver er að passa? Og svarið er: Pabbi þeirra er að passa. Ef mamman er heima og pabbinn skreppur út er hann aldrei spurður hver sé að passa. Ég þoli ekki að það þurfi að heita barnapössun ef mamman er ekki heima. Ég er svo einföld að ég lýt þannig á að ef hvorugt foreldrið er heima en einhver annar er heima hjá börnunum þá er það sá hinn sami sem er að passa börnin, þá fyrir foreldranna. Ég vil ekki meina að foreldrarnir séu að passa börnin sín þegar þeir eru heima hjá þeim. Nei foreldrar passa ekki sín eigin börn, þeir eru bara að vinna vinnuna sína sem foreldrar sem er að vera heima eða passa það að einhver sé heima þegar börnin eru þar.

Ég man þegar ég og bróðir minn vorum yngri þá töluðum við alltaf bæði um að við værum ein heima þegar foreldrar okkar væru ekki heima. Við vorum þá ALEIN með ömmu eða einhverjum örðum. Þar af leiðandi tel ég að börn lýti ekki svo á að foreldrar þeirra séu barnapíurnar þeirra, heldur bara mamma og pabbi. En ef foreldrarnir eru ekki heima þá telja börn að þeir sem eru hjá þeim séu að passa þau. Af hverju sér fullorðið fólk ekki þessi rök í sama ljósi og börnin? Því það er bara fullorðið fólk sem ég heyri segja svona hluti.

Ég er með stelpu í bekk sem býr með sjómanni. Saman eiga þau tvö börn á leikskólaaldri. Einhverju sinni þegar pabbinn var heima var einhvers konar partý hjá skólanum sem hún ætlaði sér að fara á. Þá spurði tengdamóðir hennar: Verður Jói (pabbinn) heima að passa börnin fyrir þig á meðan þú ert í burtu? Þá svaraði hún: Já alveg eins og ég er alltaf heima að passa fyrir hann þegar hann er á sjónum. Hún er á sömu skoðunnar og ég um að þegar pabbinn er heima þá er enginn að passa þannig að það fauk mjög mikið í hana. Ég stór efast um að tengdamamman spyrji son sinn þegar hann fer út á sjá hvort að móðirin ætli sér að passa börnin fyrir hann á meðan? Enda er þetta bara fáranlegt.

Ég vil meina að pabbar passi ekki enda eru þeir hluti af uppalendum barna sinna og þeir eiga þar af leiðandi alveg jafn mikið í börnunum og móðirin. Þegar mamman er ekki heima en pabbinn er það þá er engin að passa heldur eru bara allir heima nema mamman.

Kveðja
Silungu