Mér langaði að skrifa grein og rifja aðeins upp uppeldri forelda minna. Foreldrar mínar voru nokkuð strangir (fannst mér) en þau einmitt voru með reglur. Ekki tala eða hlægja við matarborðið. Ekki slóra við matarborðið (semsagt ekki borða of hægt) Eiginlega bara að borða og þegja!. Ekkert sjónvarp nema við værum veik eða brjálað veður og alls ekki hringja.

Ég er úr 7 manna systkinihópi, 3ja elst en ólst upp með 4. Tvö yngstu eru 8 ára og 3ja. Þannig að ég var í miðjunni og auðvitað alltaf útundan. Ég komst að því að mamma og pabbi væru ströng þegar ég horfði á eldri systur mínar reyna að rífast við þau en ekkert tókst!

Ég man þegar elsta systir mín skellti alltaf hurðinni í herberginu sínu og þá varð pabbi brjálaður og sagði “Ef þú skellir hurðinni einu sinni enn þá tek ég hana af!” Hún sagði “yeah, right” og rauk inn í herbergi og skellti hurðinni. Og viti menn, Pabbi náði í skrúfjárnið og tók hurðina af herberginu!! Hún varð svo fúl, hún hélt að hann myndi ekki gera það og ég og önnur systir mín sátum fyrir utan herbergið og hlógum og bentum á hana.

Svo lenti næst elsta systir mín í rifrildi við pabba og mömmu útaf því að hún gekk inná skítugum skónum og reif kjaft, þá henti mamma henni inní herbergi og sagði “Hér verður þú þangað til að þú kemur niður og biður afsökunar!” Hún var inní herberginu sínu í 4 daga!! Hún var þá í 9.bekk og mamma leyfði henni bara að koma niður í kvöldmat og gaf sig ekki.

Svo einu sinni þá vildi ég ekki fara í skólann og þá sagði pabbi “ Ef þú ferð ekki sjálf, þá kem ég með þér og sit hjá þér á náttsloppnum!” Og ég trúði honum svo innilega að hann myndi gera það að ég fór ein í skólann.

Þegar ég hugsa til baka þá pæli ég oft í því hvort ég verði svona við börnin mín, því að ég var skíthrædd við foreldra mína og reyndi aldrei að lenda á móti þeim. En svo kannski verða börnin mín allt öðruvísi og kannski gerir það bara verr. Og t.d með að rasskella börn. Ég ásamt mínum systkinum vorum rasskellt og tuskuð til ef við vorum með frekju eða létum mjög illa. Að vissu leyti er ég sammála að það virkar. En ef það virkar á öfugan máta?

Hafið þið einhverja skemmtilega minningu sem þið viljið deila? Endilega póstið..


kv. contalgin