Ég get varla orða bundist vegna fréttar í sjónvarpinu í gær - forledrar lítillar stúlku sem var frá Nepal drukknaði í skólasundi fá aðeins skitna 1,6 milljón króna fyrir barnið sitt. Barnið hafði aldrei sund komið, innflytjandi frá nepal, en það tíðkast ekki í mörgum útlöndum að vera alltaf að synda og fara með börn í sund. þetta er gott dæmi um að kennarar eru ekki þjálfaðir til að taka við innflytjendabörnum því kennarinn gerir ráð fyrir að börnin séu svipuð, þ.e. byrjendur algeriri Á ÍSLENSKAN mælikvarða. Foreldrunum leið illa yfir þessu og reyndu að fá skólayfirvöld þarna á Suðurnesjunum til að leyfa barninu þeirra að sleppa sundinu en nei, það mátti ekki. Faðirinn fór með barnið í fyrsta tíman, lagði líf barnsins í hendur sundkennaranum og fór heim. Þegar hann kom aftur að sækja barnið var honum tjá aðþað væri láitð. 6 ára gömul yndislega stúlkan þeirra, eina barnið þeirra var farið. Kennarinn ekki einu sinni dreginn til ábyrgðar fyrir varnræksluna að láta barnið drukkna. Svo fá þau núna einu eða tveimur árum seinna skitna 1,6 milljón í bætur. Þetta er verulega ógeðslegt!