Ég er búinn að vera að standa í smá ströggli… og ég var að velta því fyrir mér hvort að allar mömmur, sem skilja við kallana sína, líti á pabbana sem leikfélaga en ekki foreldri í uppeldishlutverki??? Mér finnst þetta svo skrýtið, en fyrrverandi lítur á mig sem afþreyingu fyrir barnið! Ég veit ekki hvað ég hef getað gert til þess að verðskulda þetta!!! Og þegar mig langar til þess að hafa barnið hjá mér, þá er ég að reyna að taka hann af henni, en ekki að fá að verja tíma með mínu eigin barni!!! How sick is that??? Ég bara spyr…
En mig langar til þess að vita þetta… Ég spilli mínu barni ekki með nammi og óhollustu, og er ekki að ala upp í honum eitthvað gegn mömmu sinni… ég meina hvað þarf maður að gera til þess að sannast verðugur til þess að fá að hitta barnið sitt…
Sanngjarn… (að ég held)
Gromit