Útivistartími barna

Barnaverndarlög nr.80/2002 92. gr.

Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.

Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

þetta er ég ekki alveg sátt við tel að þessi regla um að 13-16 ára börn meigi vera úti til 22 eftir 1 maj tímaskekkja, þetta á að fylgja skólaárinu , þessa dagana eru próf að byrja og börn á þessum aldri hafa ekkert að gera úti til kl 22 þegar það er skóli daginn eftir, ég er í stökustu vandræðum með mínar tvær(13 ára) þær benda á segulinn á ískápnum sem þær settu á góðan stað og benda mér á að svona séu lögin, en ég er hörð þær koma inn kl 9 ef það er skóli daginn eftir og þá er ég bara óréttlát allri hinir krakkarnir mega vera úti er alltaf viðkvæðið sem er ekki rétt
tel að það þurfi að breyta þessu og hafa þessu reglu frá 1 júní þar sem skólin er ekki búin fyrr en þá að minsta kosti börn 13-14-15 ára
Pollyanna