Ég veit nú ekki hvort þetta á að vera hér eða inn á korknum en ég læt það vaða sem grein.
Mig langaði að vita hvað ykkur finnst um allar þessar leiðir sem eru til til þess að svæfa börn. Ég á einn rúmlega 5 mán. sem ég hef alltaf svæft með því að rugga honum í vöggu á hjólum. En nú þarf ég að flutja hann í rimmlarúm svo ég fór að grennslast fyrir hjá slatta af barnafólki sem ég þekki til að fá að vita hvernig börnin sofnuðu hjá þeim.
Sumir sögðu að ég ætti að láta hann í vögguna og kíkja svo reglulega inn til hans þanngað til að hann sofnaði (Eins og þau gerðu í Mad about you). Aðrir sögðu að hann væri of ungur fyrir það og það mætti ekki nota svo grimdarlega aðferð á svona ungt barn, í fyrsta lagi þegar hann væri 2ja ára. Aðrir tala um að hafa reglu á kvöldin, fyrst bað, svo matur svo einn bangsi í rúmið og svo fara að sofa. Aðrir vilja að maður liggji hjá þeim þanngað til að þau sofna eða lesi fyrir þau eða syngi. Aðrir vilja það ekki heldur á maður bara að vera inni hjá þeim þangað til að þau sofna, svo þegar þau verða eldri þá getur maður skroppið fram alltaf í lengri tíma.
Allar þessar aðferðir gera mann alveg ruglaðann, ég veit ekkert hvað ég á að nota.
Nú langar mig að vita hvað fannst ykkur best.
Kveðja Cinnemon.