Ok þetta er akkurat rétti árstíminn til að tala um þetta!
Það er alltof algengt að krakkar séu að henda snjóboltum og svona í bíla!
Einu sinni henti bróðir minn snjóbolta í bíl sem varað keyra framhjá honum, konan stoppaði bílinn fór út og öskraði á strákana, auðvitað urðu þeir geðveikt hræddir, en þeir hættu þessu!
Um daginn vorum við stína úti að keyra þegar nokkrir strákar, (ca 12 ára gamlir)hentu svona frosinni grein í bílinn hjá mér.. ég negldi niður og ætlaði út.. langaði mest til þess að taka aðeins í drengina! en það var bara svo mikil hálka að ég hætti mér ekki í að hlaupa á eftir þeim.. ég hefði sennilega flogið á hausinn og þurft að vera rófubeinsbrotinn á jólunum!
Það þarf virkilega að tala þessa krakka til! Þetta er svo ofboðslega hættulegt! getur jafnvel orsakað dauðaslysum!