Það er alltof mikið um einelti í skólum. Og börnum er alltaf sagt að segja frá því ef þeim er strítt eða einfaldlega lagðir í einelti og svo gera sumir skólastjórnendur ekkert í því og sumir foreldrar halda bara að þetta sé eðlileg stríðni, en það er eitt að vera strítt stöku sinnum og maður á alveg vini og allt en það er annað að vera lagður í einelti af hóp krakka og eiga enga vini því allir eru á móti krakkanum. Foreldrar verða að taka eftir svona hlutum, og ath, þau verða að hlusta á börnin. Því sumir foreldrar hlusta einfaldlega ekki á börnin, segja þeim bara að tala við þau eða eitthvað álíka, en einelti var örugglega ekki svona algengt og rosalegt þegar þau voru yngri. Ég var að lesa grein á visir.is og þar er sagt frá 10 ára strák sem var stunginn til bana af strákum á aldrinum 11-14 eða eitthvað. Hann hafði sagt mömmu sinni frá að hann yrði fyrir aðkasti í skóla og hún sagði skólastjórnandanum frá því en hann sagði bara að þetta væri gangur lífsins og börn yrðu bara fyrir aðkasti í skólum. Hvað ef þetta myndi gerast fyrir barnið þitt. Og oft er það að börn sem eru lögð í einelti hafa ekki gert neitt við gerandann.