Já sæl og blessuð. Ég fór í gegnum tenglana og ætli ég hafi ekki tekið svona helmingin af þeim burt. Það voru mjög margir sem virkuðu ekki og tvisvar endaði ég inná klámsíðum. En allavega, ég tók semsagt út og færði marga tengla en mér finnst vanta tengla um t.d. Yu-Gi-Oh, svo þið verðið að vera dugleg að senda inn.

Einnig gerði ég nýjan kubb sem er staðsettur fyrir ofan könnnunina sem ég mæli með að allir kynni sér. Ég er búinn að taka saman nokkrar áhugaverðar greinar, lesið meira um það í kubbnum sjálfum.

En nú í stöðu áhugamálsins í október…skemmst er að segja frá því að /bordaspil eru í sjötta neðsta sæti, 224 flettingum á eftir /unreal.
En þau áhugamál sem voru fyrir neðan okkur voru: fjarmal, blogg, hm, idol og skak. Ég tel þetta hrikalega árangur og að það sé bara komin ein grein á þessu ári er algjör hrillingur. Vonandi mun þetta áhugamál rísa upp úr þessari lægð.

Með kveðju,

Toggi