OK ég hef ennþá ekkert að gera og mér leeeeeeeeiiiiiðist. Þannig að mér datt í hug að setja inn svona hugmyndir til að setja á palla. Ég var lengi að pæla hvort ég ætti að setja þetta ínná greinar eða málningar greinar og svona er útkoman. Jæja áfram með smjörið eða on with the butter eins og erlendir mundu segja það;þ

Gott er að líma kallana á pallinn áður en þið málið pallinn.

Dæmi 1: Málið pallana svarta. Meðan málningin er ennþá blaut dýfið pallinum í fínann sand. Ef að málningin var orðin þurr áður en þið dýfðuð pallinum í sandinn blandið þá pva lími við smá vatn og málið á pallinn. Gefið sandinum síðan góðan þvott af Black ink. Þegar þetta er allt þornað drybrushið þetta með Codex grey og að lokum með Bleached bone. Setjið síðan smá klumpa af static grass með superglue á pallinn. Málið hliðarnar síðan með Goblin green.

Dæmi 2: Notið pva lím og blandið því við smá vatn. Málið það á pallinn. Dýfið pallinum í flokk. Límið síðan nokkra litla steina á pallinn (svona í hornin og á bak við kallinn) með superglue. Málið steinana með Chaos black. Drybrushið þá síðan með Codex grey og svo með Fortress grey. Límið síðan smá klumpa af static grass svona við steinana. Endið með því að mála pallana Bestial brown eða Goblin green.

Ég ætla að senda inn (allt) Til að gera á palla.2 ef einhver vill.

Azi