jamm.jamm.jamm nú ætla ég að skrifa um málun Cave Troll,ég keypti þetta módel fyrir löngu en kláraði að mála það alveg í gær.


#1-Módelið allt var málað með blöndu af Shadow Grey og Chaos Black. Svo var það highlightað með Dwarf Flesh. Svo var aftur highlightað með Bleached Bone, og so aftur með Bleached Bone, 2x.
Svo málar maður með Black Ink þar til að dekkja fæturna, hausinn,hendurnar og bakið.

#2-Skinnið á bakinu var so drybrushað með blöndu af Chaos Black og Codex Grey. Svo var bara pínulítið bætt við af Bleached Bone. Svo var það highlightað með Skull White. Svo voru buxurnar (eða það sem hann er í) gerðar með blöndu (margar blöndur mar) af Bestial Brown og Chaos Black. Það var so highlightað með Fortress Grey. Smellurnar voru svo gerðar með basecoati af Tin Bitz og BOltgun Metal.

#3-Hamarinn og keðjan voru svo drybrushuð með Tin Bitz og og highlight með Boltgun Metal. Svo var bætt smá Chestnut Ink við (ég gerði það ekki, var bara bent á þetta). Augun voru máluð með Chaos Black fyrst, svo með Bleached Bone útlínurnar á augasteinunum, augasteinninn var svo gerður með Regal Blue eða Enchanted Blue.

#4-Neglurnar voru svo gerðar með Bestial Brown basecoati, svo var það highlightað með blöndu af Bestial Brown og Bleached Bone. Svo var það aftur highlightað með Bleached Bone. Tennurnar málaði ég með Chaos Black,svo með Bleached Bone og highlightað með Skull White.

Botninn:
Sandur og green stuff var límt á með PVA og svo var það drybrushað með Snakebite Leather og Fortress Grey.


Kjúdogg
GoodFella