Ég er með nýjustu útgáfuna af Axis & Allies og eitt er ég ekki að skilja, búinn að lesa reglurnar fram og til baka.

Í löndunum í Kína sem US stjórna stendur “U.S. Supported Chineese Forces*” og í hverju “turni” má setja niður einn US Infantry, svo framarlega sem “optional rules” eru með.

En í Afríku eru nokkur lönd sem U.K. stjórnar og þar stendur að mig minnir (er ekki með spilið við höndina akkúrat núna) t.d. “Free Belgian Forces*” og “Free French Forces*”.

Svo er einmitt líka í Brasilíu “U.S. Supported Brazilian Forces*”

Þýðir þetta eitthvað í spilinu eða er þetta einungis til að halda mér vakandi á nóttunni?

* Eða eitthvað í þá áttina