Ó, vei. Vei mér!

Ég þarfnast aðstoðar frá þeim virtu, þeim klára. Ykkur sem bera viskunna.
Ég hef nýlega eignast eintak af hinu glæsilega spili er kallast “Axis and Allies”. (2004 útgáfa, nokkrar reglubreytingar frá fyrrum útgáfum.) Hinsvegar er spurning mín þessi: Ef flugvélar ráðast inn á land andstæðings síns þá þurfa þær að fljúga í lok bardagans til lands sem tilheyrir þeirra, eða vina, liði eða til flugvélamóðurskips. Mega þær, í lok bardagans, fljúga eins langt og þær mega (dæmi: 4 reitir fyrir ,,fighters“ sem hafa ekki verið uppfærðir)eða er dregið frá þá reiti sem þær eyddu í að fljúga til óvinalandsins (dæmi: ,,Fighter” sem flýgur frá Bretlandi til Noregs og flýgur þar með tvo reiti.)