Catan, þetta stórskemmtilega spil er snilldar sköpunarverk Klaus Teuber sem unnið hefur fjölda verðlauna og er eitt vinsælasta spil heimsins. Spilendur eru landnemar á eyjunni Catan og markmið þeirra er að leggja undir sig sem stærst landsvæði sem innihalda ýmiskonar hráefni svo sem,við,korn eða járn sem eru nauðsynleg eru til að byggja bæi, borgir, vegi og fleira. Spilaborðið er byggt úr mörgum reitum sem gerir það að verkum að spilið er öðruvísi í hvert skipti sem spilað er. Það sem gerir spilið skemmtilegt er fjölbreytileiki þess og það mikla svigrúm sem leikmenn hafa. Möguleikarnir eru endalausir og hörð samkeppni myndast á milli leikmanna.
Margar viðbótarútgáfir eru til og mæli ég sérstaklega með Borgir og riddarar sem gerir spilið mun margslungnara og fjölbreytilegra. Leikmenn þurfa t.d. að byggja upp her til að verjast árásum villimanna. Einnig er hægt að þróa borgir t.d með að byggja ráðhús,markað og margt fleira. Margar aðrar viðbótir eru til og má segja að Klaus hafi byggt upp gríðarstóran heim í kringum spilið. Ég mæli því hiklaust með þessu snilldarspili.