Sælir enn og aftur

Nú er Herförin meira en hálfnuð og viku 3 lokið. Hér er staðan eins og hún er í dag, smá umfjöllun um 3. umferð og svo hvað á að gera í 4. umferð, með hverjum hvenær og hversvegna :)

Þriðja umferð:
Stig: Tap – 3, Jafntefli – 6, Sigur – 9.

Árni Víkingur 9 stig gegn Theodór 3 stig
Baldvin 0 stig gegn Jóhann 0 stig (hvorugur mætti)
Björgvin 3 stig gegn Brjánn 9 stig
Einar 3 stig gegn Þórarinn 9 stig
Gunnar 6 stig gegn Hákon 6 stig
Ingimar 6 stig gegn Haukur 6 stig
Friðrik 9 stig gegn Kári 3 stig

Fjórða umferð:
Stig: Tap – 4, Jafntefli – 8, Sigur – 12.

Árni Víkingur gegn Þórarinn
Einar gegn Gunnar
Baldvin gegn Haukur
Björgvin gegn Kári
Brjánn gegn Hákon
Ingimar gegn Jóhann
Friðrik gegn Theodór

Staðan eftir aðra umferð (í stafrófsröð):

Árni Víkingur 16 stig
Baldvin 7 stig
Björgvin 6 stig
Brjánn 14 stig
Einar 8 stig
Friðrik 9 stig
Gunnar 11 stig
Haukur 13 stig
Hákon 13 stig
Ingimar 13 stig
Jóhann 3 stig
Kári 3 stig
Theodór 10 stig
Þórarinn 18 stig

Þá er herförin meira en hálfnuð og þriðju umferð lokið. Á meðfylgjandi blaði má sjá hver á að spila við hvern í umferð númer fjögur, og hversu mörg stig fást fyrir sigur, jafntefli og tap. Fleiri stig eru í pottinum í þessari umferð en í þeim síðustu, og munu aukast í hverri umferð.

Þetta er gert í tvennum tilgangi. Annars vegar til að allt geti gerst á lokasprettinum, og hins vegar til að nýjir spilarar sem missa af byrjuninni geti samt verið með og átt möguleika á að ganga vel. Þó eru þeir sem hafa verið með frá upphafi í sterkari stöðu og því sigurstranglegri.

Enn hægt að bæta við spilurum!

Þeir sem ekki hafa enn tekið þátt eru ekki of seinir að vera með. Þeir ættu helst af öllu að skrá sig með því að hringja í mig (Brján), eða senda mér tölvupóst. Einnig er hægt að mæta klukkan 18:00 á fimmtudagskvöldið í spilasal Nexus og skrá sig á staðnum, en þá er möguleiki á að enginn andstæðingur mæti.

Nýjir spilarar verða þó að sætta sig við að ef fjöldi spilara stendur á oddatölu einhverja vikuna eiga þeir sem hafa verið með frá byrjun forgang.

Svo er bara að minna á að það kostar ekkert að vera með, og Nexus býður upp á vegleg verðlaun fyrir þá sem verða í efstu sætunum.

Bardagi þessarar viku

Í hverri viku verður spilað mismunandi tegund bardaga (scenario) á móti nýjum andstæðingi. Í þriðju vikunni var spilað lítið skirmish-scenario fyrir stóra bardagann. Þar reyndu léttvopnaðar sveitir hvors aðila að taka mikilvæga hæð nóttina fyrir stóran bardaga. Það gekk misvel, og þar afsannaðist hið forkveðna að engin má við margnum þegar um 10 dvergar hröktu á brott yfir 70 goblina og nokkra chaos dwarfs án þess að einn einasti dvergur hafi dáið (ef frá eru taldir þeir þrír sem dóu áfengisdauða seinna um kvöldið…).

Í viku fjögur þurfa hershöfðingjarnir að senda út herji sína með það að markmiði að taka, og halda, sem mestu landsvæði. Þá er gamla, góða fótgönguliðið allt í einu orðið mikilvægt þar sem þeir eru lang-best til þess fallnir að halda út vörnum í lengri tíma, á meðan riddaraliðið sérhæfir sig í snöggum, blóðugum orrustum.

Herjir verða 2000 pt og spilað Capture Land scenarioið hér að neðan.

Á meðfylgjandi blaði má sjá hver á að berjast við hvern, og á stigatöflublaðinu má finna símanúmer og netföng hjá öllum spilurum nema Baldvin (ef þú lest þetta Baldvin, hringdu í mig í síma 696-1305). Ég sendi SMS í alla símana sem eru skráðir til að láta vita hvenær allir bardagar eru búnir og ég er búinn að hengja upp næstu andstæðinga og scenario.

Endilega verið í sambandi við andstæðinginn ykkar í þessari viku og finnið hentugan tíma til að berjast. Endilega reynið að nota fimmtudagskvöldin klukkan 18:00 ef þið getið til að fá smá stemmingu í þetta!

Öllum fyrirspurnum, athugasemdum og nýjum skráningum á að beina til Brjáns í síma 696-1305, með netfangið brjann@talnet.is.

-*-*-*-

Að lokum scenarioið sem verður spilað í þessari viku:

Capture Land

Overview: In this scenario the armies attempt to gain ground and capture the area fought over. The area is of immense strategic importance and the army commanders are willing to make huge sacrifices to capture and hold the area.

Deployment
1.The players roll a dice each, highest scorer is allowed to choose a table edge.
2.Each player rolls a dice and the highest scoring player may decide to begin deploying first or second.
3.Taking it in turns, each player deploys one unit a time, no closer than 36” from the enemy table edge, leaving 24” between the armies.
4.All warmachines (note that chariots are not warmachines) are deployed at the same time, though they can be deployed anywhere within the deployment zone.
5.All characters are deployed at once after other units in the army. Characters may start the battle within units.
6.Scouting units are not deployed with the rest of the units. Instead, they are placed on the table after all non-scouting units in both armies have been deployed, as described in the rules for Scouts.

Who goes first? Both players roll a dice, the player who finished deploying first may add +1 to the dice roll. The player who scores higher (re-roll ties) may choose to go first or second.

Length of game: The game lasts six turns.

Special Rules: The sole objective of this battle is to take and hold ground. Only non-skirmished infantry units with 10 or more members (at the end of the game) can take and hold land. Cavalry, monsters, characters, skirmishers and infantry units with nine or less members cannot hold or contest land.

The commanders ruthlessly sacrifice elements of their armies that cannot hold the land and, for once, take pains to protect the humble infantry. To represent this all units capable of holding land are immune to panic as they know how much the rest of the army depends on them and bask in the glory that usually goes to the cavalry. As soon as a unit becomes incapable of holding land (by dropping below ten members), they again become susceptible to panic.

Victory conditions: The table is divided into six quadrants, each 2’ by 2’. The player holding the most quadrants at the end of the game wins. If both players control an equal amount of quadrants the game is a draw. No other victory points are used.