Er ekki einhver þarna úti sem á eitthvað Empire dót sem hann langar að losna við? Hér er það sem mig langar að kaupa, verður að vera ómálað:

- Empire Shields. Skildirnir sem koma með swordsmen/halberdiers kassanum, ekki þessir kringlóttu heldur þeir sem eru næstum þríhyrningslaga.

- Empire banners. Plast bannerinn sem kemur með öllum Empire fótgönguliðunum, mig vantar helst tvo. Alveg til í trommurnar líka ef menn eiga svoleiðis.

- Reiksguard Foot Knights. Þetta eru gömul málm módel sem eru ekki í notkunn lengur (forverar Greatsword-módelanna), mig vantar tvo. Þeir mega vera málaðir.

- Captain of the Reiksguard. Þetta er gamalt málm módel á hesti. Má vera málað.

Gæti verið eitthvað meira svo ef þið eigið eitthvað annað Empire dót sem þið notið ekki væri ég til í að heyra af því.

Ég er til í að borga ágætt verð ef einhver vill losa sig við þessi módel/bitz. Er einnig til í allskonar skipti úr ágætis O&G og HE bits boxum og módel safni.

Sendið mér skilaboð eða svarið þessum pósti ef þið hafið áhuga…

Brjánn Jónasson