Já, það er alltaf gaman að byrja með nýjan her.

Fyrir nokkrum mánuðum ákvað ég að byrja með Chaos Nurgle her, mest vegna þess hversu flottur mér þótti 40K Daemon Prinsinn.
Síðan er ég búinn að vera að safna hægt og rólega, búinn að þreifa mig áfram með mismunandi heri, þó alltaf með Daemon Prins eða Exalted Daemon sem hershöfðingja. Eins hef ég alltaf notað Plaguebearers og Chaos Knights.

Ég hef undantekningalaust verið tekinn í görn í hverjum einasta bardaga, fyrir utan einn, þar sem heill dvergaher (fyrir utan nokkra Slayers) flýði út af Fear og Terror. En það er líka eini sigurinn :-) Hershöfðinginn hefur dáið á hin ýmsasta máta, verið skotinn niður af Skinkum, Reaper Bolthrower, bögglaður saman af TK Bone Giant og fleira skemmtilegt. Ég held hann hafi lifað af tvo bardaga af þessum ca. 10 bardögum sem ég hef keppt með Nurgle. Enda er hann svo stór og ógnandi, að ég held að menn haldi að hann geti meira en hann getur í rauninni :-) Og auðvitað er hann margra stiga virði. Of margra miðað við getu…

En þrátt fyrir mikla misnotkun og stanslaust tap, að þá finnst mér það mjög skemmtilegt að reyna fyrir mér með nýjan her, finna kosti og galla, og reyna að vinna sig í gegnum erfiðleikana.
Fyrir utan það hvað það er frábært að geta virkilega sleppt fram af sér beislinu með conversions og málun…
En þrátt fyrir þetta er ég ákveðinn í að losa mig við hann um leið og ég er búinn að mála hann, reyna að selja hann á Ebay eða eitthvað svoleiðis. Mér finnst Chaos vera ansi lítið fjölbreyttur her, en það er auðvitað bara mín skoðun.

Hvað um það, smá hugleiðing. Ótrúlegt hvað maður getur orðið heltekinn af hinum undarlegustu áhugamálum.

Heyrumst, og sjáumst vonandi á næsta móti (15 júní)

Siggi G
Húsavík<br><br>
www.warpchylde.iwarp.com
www.warpchylde.iwarp.com