Halló ég heiti Jón og kem frá Húsavík (stórborginni, Ca. 2500 manns). Ég var að velta fyrir mér með öllum þessum móta úrslitum hérna á Huga eru sjaldan nær aldrei fleiri en 15 keppendur.
Þegar það er haldið mót hérna heima eru oftast um 10 keppendur og allt heima menn nema þegar Brjann, Gunni og Árni Víkingur held ég að hann heiti. þá erum við komnir upp í 13 - 14 keppendur.
Á Húsavík eru eithvað um 12 spilarar, Mis virkir, og ein sem við erum að missa ( Nörd í afneitun). En allavegana hef ég og mín 2 ár í warhammer aldrei verið færri en 8 á móti á Húsavík.
Nú er líka unga kynslóðin líka í warhemmer en meira í 40000 spilinu. Ég byrjaði í því en þegar ég prófaði fantasy var það svo margfalt skemtilegra og hef ég ekki snert á því síðan.
Sem minnir mig á það ef einhver vill kaupa imperial guard þá sel ég þá á lítið.
Það er líka mjög virt warhammerið hérna á Húsavík finnst mér. Það er búið að vera eitt campaign í vetur og annað hálfnað. það er líka búið að vera 1 mót og ef ég man rétt kom Brján, Gunni og árni.
Já ætli þetta sé ekki að verða ágætt hjá mér en bara að velta fyrir mér hvort við værum svona ofvirkir hérna á víkinni. <br><br>Jón
Húsavík
Jón