Stórir bardagar eiga við það vandamál að stríða að þeir eru alveg hundleiðinlegir, en þó skemmtilegir á sinn hátt. Það er gaman að berjast með huge herjum en það er svo leiðinlegt að bíða eftir óvininum að gera. Einnig er pirrandi þegar maður er að gera þá horfir andstæðingurinn á mann með “drullaðuþéríaðkláraaðgera” augnaráði.
En nú hefur ofurheilinn hans Kreola fundið upp ráð gagnvart þessu. Það gæti verið skemmtilegra að hafa leikinn þannig að fyrst gerir A movement phase-ið sitt, svo gerir B movement phase-ið sitt, svo gerir A Magic phase-ið sitt og svo gerir B magic phase-ið sitt o.s.f.v.
Þetta myndi gera leikin skemmtilegri, afslappaðri og einnig mikið raunverulegri. Það kemur nefninlega sérstaklega vel í ljós í stórum bördugum hvað þetta harða turn-based kerfi er óraunverulegt.

Það sem ég er að byðja ykkur um kæru hugarar er að segja mér hvað ykkur finnst um þetta og hugsanlega finna einhverjar “villur” eða göt sem myndu skapast með þessu kerfi sem væri hægt að notfæra sér á leiðinlegan hátt.

Kv.
Kreoli<br><br>__________________________________________________________________________________________________
Ég er að safna udirskriftum fyrir áhugamál um <font color=“blue”>klassíska tónlist</font>, sendu mér skilaboð ef þú villt að ég bæti þér á listann.
Núna eru komnir <b>96</b> á <a href="http://kasmir.hugi.is/kasmir/main.php3?id=6&uname=Kreoli">listann</a>.