Þar sem að Tréhaus minntist á tónlist datt mér dálítið í hug (fyrir utan það
að svara sjálfum mér).

Það væri gaman ef að allir sem eru með tónlistarmenn í hernum sínum
myndu mæta með lítinn (eða stóran) magnara eða græjur eða hljóðfæri til
bardaga og spila lag í lok hvers návígis. Lagavalið ætti svo að
endurspegla herinn að sjálfsögðu. Til dæmis myndu hljómlistarmennirnir
mínir spila eitthvað eftir Ravi Skankar og dansa vel og lengi við, orkarnir
hans Brjáns myndu bara spila einhverja surf-tónlist (Beach Boys),
Krulludvergarnir hans Árna jiddískar gyðingahörpur og Stefán gæti svo
seint og um síðir mætt með strumpalagið.
Ég veit nú ekki hvað Chaos hlusta á en það væri örugglega eitthvað í
líkingu við ABBA.

Látið nú heyra í ykkur en takið samt lítið mark á mér þar sem ég er
greinilega orðinn geðveikur.

Hare Krishna