Eftir síðasta mót datt mér í hug að kíkja á hvernig þeir eru að gera þetta úti í hinum stóra heimi.
Fyrst athugaði ég Grant Tournament í Bretlandi. Þar eru 100 stig möguleg fyrir bardaga (þ.e. 5 bardagar á mann, möguleg 20 stig úr hverjum)
Sportmanship (skemmtilegasti mótspilarinn), þar virðist vera yfirleitt 25-30 stig að hámarki.
Málun hers gefur 20-25 að hámarki.
Svo eru þeir með nokkuð sem þeir kalla Composition, eða samsetning hers. Þar eru í pokanum 20-25 stig.
Á þeim mótum eru 175 hæsta mögulega skor úr samanlögðu, en eitthvað misjafnt hvað hægt er að fá fyrir hvern lið (Sport, Paint & Comp)

Ameríkanarnir eru svo með allt annað kerfi (að sjálfsögðu)
Þeir leggja Sportmanship að jöfnu við bardaga, þ.e. í 6 bardögum var möguleiki á 120 stigum úr bardögum og 120 stigum úr Sportmanship. En enginn var með minna en 80 stig, að því er mér sýndist.
Allt að 60 stig gáfu þeir fyrir útlit hers, eða málun.
Og fyrir samsetningu voru gefin 65 stig.
Hjá þeim voru (að mér sýndist) 365 stig hægt að fá að hámarki.

Á síðasta móti var hæst hægt að fá 140 stig fyrir bardaga, 21 fyrir Sportmanship og 11 fyrir málun.

Mér sýnist að Sportmanship og málun (og Composition) gefi hjá þeim í útlöndunum u.þ.b. 25% hvort (ef bardagar eru 100%) svo ef við hefðum þetta svipað þá myndu bardagarnir gefa 100 stig, Málun og Sport 25 & 25 stig. Þá stendur eftir Composition (samsetning hers)

Stöldrum aðeins við hérna. Ég tel að Composition sé mikil ormagryfja, enda hafa þeir yfirleitt lent í miklum vandræðum með það. Sanngjarnt samsettur her er svo teygjanlegt hugtak að nær ómögulegt væri að búa til kerfi sem allir væru sáttir við, fyrir svo utan alla auka vinnuna við útreikninga og pælingar.
Að mínu mati er það allt of flókið til þess að við færum að nota það hérna á Íslandi.

Sportmanship (skemmtilegasti mótspilarinn) gaf á síðasta móti 21 stig, sem er nokkuð í jafnvægi við það sem þeir eru að gera úti (allt að 25 stig)
Málning gaf að hámarki 11 stig, og finnst mér að hérna mætti alveg bæta við stigum. Enda sagði Brjánn að það yrði gert hægt og rólega. Gott mál.

En því fleiri bardagar sem eru, því minna vægi hefur Sportmanship og málun, a.m.k. í samanburði við það sem þeir gera úti.
Tökum dæmi, á síðasta móti var hægt að fá 140 stig fyrir bardaga, en 21 fyrir Sportmanship og 11 fyrir málun.
Þá gefur Sportmanship um 15%. Málun gæfi um 8%. Ykkur er velkomið að setja út á útreikninga mína, stærðfræði hefur alltaf verið minn veikleiki :-)

Whew… þetta er orðið allt of langt hjá mér. Til að draga þessa (mjög svo lauslegu) könnun hjá mér saman, þá sýnist mér á öllu að við séum á réttri leið. En gaman væri ef það væri jafnvel enn betra jafnvægi í þessu hjá okkur.

Að lokum, ekki skilja mig þannig að ég sé að kvarta. Síðasta mót var það langbesta sem ég hef tekið þátt í.
En þessar hugleiðingar mínar eru vonandi innlegg í áframhaldandi pælingar í hvernig við viljum hafa mótin í framtíðinni.

Ég vildi helst að málun skipti meira máli, og helst að einhver óviðkomandi myndi skoða hvern her fyrir sig og gefa stig, ekki bara fyrir málun heldur líka gæði málunar. En þetta krefst auðvitað auka vinnu fyrir dómara, og það er bara visst mikið sem einn maður kemst yfir í einu. Gunni stóð sig mjög vel á síðasta móti, með hjálp frá Brjáni :-)

Endilega láta í sér heyra, þeir sem vilja að málun og Sportmanship skipti minna máli líka að láta skoðun sína í ljós.
Þetta er allt í áttina hjá okkur og kemur auðvitað með meiri reynslu. Fyrsta skrefið hefur verið stigið og það er vel.

Heyrumst,

Siggi G
Húsavík



<br><br>www.warpchylde.tk

www.warpchylde.iwarp.com
www.warpchylde.iwarp.com