Ég hef tekið eftir því að það er sama sem ekkert fjallað um Blood Bowl hérna á Borðaspil. Þannig að ég ætla að fjalla aðeins um Blood Bowl. Þið sem vitið ekki hvað Blood Bowl er, þá er það warhammer-útgáfa af ruðningsbolta.

Það er hægt að kaupa starterpakka og í honum eru: Blood Bowl-völlur, 12 orcs, 12 human, 4 boltar, handbók, painting guide, reglubók, teningar, o.fl. Ég keypti mér starterpakka. Svo er hægt að kaupa bara lið eða bara starplayer í pakka einn og sér og búa sér til völl sjálfur.

Það er frekar auðvelt að spila Blood Bowl. Það snýst bara um það að koma boltanum yfir völlinn. Á leiðinni deyja leikmenn eða slasast, áhorfendur geta drepið þá eða mótspilarinn.

Ég veit ekki nógu mikið um Blood Bowl til þess að geta útskýrt reglunar. Ég spila nefnilega aðallega Fantasy.

Þið sem vitið meira um Blood Bowl endilega skrifa eitthvað um það.
“I´ll be back”