Lord of The Rings a strategy battle game er leikur sem byggir á frægri sögu J.R.R.Tolkiens Lord of The Rings. Getur maður valið að spila bæði “vonda” liðið og góða liðið. Hafa Games-Workshop menn gert samning við New Line Cinema um að gefa út módel og auka reglur við hverja útgáfu af myndunum.

Byrjuðu GW menn á því að gefa út byrjendapakka(Fellowship of The Ring starter set), í honum voru 24 orkar og 4 men of Gondor og 8 álfar. Fylgdi einnig með reglubók, teningar og rústir af gömlu húsi. Síðan í kjölfarið fylgdu fullt af minni kössum, t.d. kassar bara með The Fellowship of The Ring(Gandalf, Frodo, Aragorn..),
kassar með módelum af þeim sem komu við sögu í Attack at Weathertop og kassar með The Battle at Khazad Dum. Hægt og sígandi bættu þeir við fleiri og fleiri módelum og er þeim enþá að fjölga.

Öll módelin eru samþykkt af sínum leikara í myndinni, fengu allir leikararnir að sjá módelin af sjálfum sér og sögðu til um hvort þeir væru sáttir við það eða ekki. Hef ég ekki heyrt neinar sögur af því að einhver leikari hafa kvartað, en hver veit.

Í reglubókinni eru reglur fyrir alla kallana sem eru komnir út, alla sem koma við í fyrstu myndinni The Fellowship of The Ring.
Þar er fjallað um allar reglurnar, byrjað á smá kynningu á auðveldu reglunum, þeim sem marr verður að kunna til að geta spilað, síðan seinna i bókinni kemur kafli sem heitir Advance rules og þar fara þeir yfir reglurnar um galdra, hvernig maður notar will, fate og might og fleira. Í miðri bókinni er kafli um alla kallana, byrjað á “góða” liðinu svo er farið yfir “vonda” liðið. Í lok bókarinnar eru nokkur scenario lögð fram. Er hvert scenario hluti af sögunni og er þeim raða upp eftir atburðarrás, svo ef maður byrjar á að spila scenario 1 og fer svo koll af kolli upp röðina er maður að spila sig í gegnum ferð föruneyti hringsins.
Eru einnig í bókinni að finna málingartrikk og er farið yfir hvernig maður geti búið til sitt eigið landslag og convertað kallana, breytt þeim þannig að þeir haldi kannski á fána í staðinn fyrir spjóti og þannig.

Núna um jólin kemur viðbót við spilið, eða The Two Towers viðbót, módelin úr TTT koma og ný reglubók sem tekur á nýju köllunum og nýjum hlutum sem spilarar eiga eftir að rekast á.

Er þetta mjög svo skemmtilegt spil, getur tekið allt frá 1 klst upp í nokkrar klst að spila einn leik, fer allt eftir stærð bardagans sem spilaður er. Því miður sýnist mér þetta spil ekki hafa náð að hasla völl hér á Íslandi, ég veit ekki um marga sem spila þetta og finnst mér það ekki nógu gott, hérna er glæsilegt spil á ferðinni sem lítur með eindæmum vel út. Ég veit reyndar ekki afhverju ég er að setja út á fólk að spila þetta ekki, ég safna þessu aðalega vegna þess að ég er LOTR nörd og finnst þessi módel með þeim flottustu sem GW hafa framleitt, en það er bara ég. Samt fólk, prófið að spila þetta, það er gaman, ég lofa ykkur því.

Vona að þetta hafi frætt ykkur smá um LOTR a strattegy battle game

kv. Lord Raith